Hlaupa og Jóga helgi
Með Daða Frey og Sigrúnu Mary
Hlaup - Jóga - Sánagusur - Vellíðan
Upplifðu endurnærandi helgi í fallegu umhverfi með hressandi hlaupatúrum, mjúkum jógatímum, djúpri slökun í sánu og ljúffengum mat.
Taktu þér pásu frá dagsins amstri og gefðu þér tíma og rými til að setja hreyfingu og þína heilsu í forgang. Þetta er kjörið tækifæri til að byrja hlaupasumarið af krafti í góðu jafnvægi.
Daði Freyr mun leiða krefjandi en skemmtilegar hlaupaæfingar sem munu henta mismunandi getustigum. Sigrún Mary mun leiða mjúka jógatíma af mikilli nærgætni og sjá til þess að þeir henti öllum, líka byrjendum.
Sánagusa er heilsubætandi athöfn í sánu þar sem hiti, ilmkjarnaolíur og tónlist koma saman til að skapa einstaka upplifun.

Dagskrá
Föstudagur:
(Frá kl 17:00)
Opnunarhóf
Kvöldmatur
Sánagusa
Laugardagur:
Mjúkt Jóga flæði
Morgunmatur
Markmiðasetning
Hlaup
Hádegismatur
Frjáls tími
Sjósund + Sánagusa
Hátíðarkvöldverður
Sunnudagur:
(Til kl. 13:00)
Hlaup
Morgunmatur
Yin Jóga
Lokahóf
Við gistum á Hótel Vesturland sem er glæsilegt hótel í Borgarnesi. Þar eru falleg herbergi með góðum rúmum, heilsulind með sánu, salur til að iðka jóga og hágæða veitingastaður sem mun sjá fyrir nærandi máltíðum yfir alla helgina.

Leiðbeinendur helgarinnar:

Daði Freyr Guðjónsson er menntaður einkaþjálfari, hlaupari og stofnandi hlaupa fjarþjálfunar Endurafit.
Hann hefur djúpan skilning á þjálfunarfræði en líka næga reynslu til að vita hvað virkar í daglegu lífi hlaupara.
Hann leggur áherslu á langtíma framfarir frekar en skyndiátök og hjálpar hlaupurunum sínum að leggja hart að sér á skynsaman hátt.
Síðustu 3 ár hefur Daði hjálpað yfir 250 hlaupurum í hlaupa fjarþjálfuninni sinni. Allt frá þeim sem eru að fara sína fyrstu 5km upp í sub-3 Maraþon og 130km Ultra hlaup.
Sigrún Mary McCormick er lærður jógakennari, Living Yolates kennari og gusumeistari og starfar sem slíkur í Danmörku.
Sem hljóðfæraleikari leitaði Sigrún fyrst í jóga sem lausn við bakverk og vöðvabólgu. Fljótt kom þó í ljós að jóga gaf henni miklu meira en það; innri ró og dýpri tengingu við sjálfa sig.
Sigrún er heilluð af heildrænni nálgun hvað varðar hreyfingu, næringu og samspil líkamlegrar og andlegrar heilsu.
Sem kennari mætir hún þér með einstakri hlýju og skapar öruggt rými til þess að slaka á, hlusta á líkamann og tengjast sjálfum sér á dýpri hátt.

Praktískar upplýsingar
Hvenær: Helgin 16.-18 maí, 2025. Innritun frá kl. 14:00, dagskrá hefst kl. 17:00 á föstudag.
Hvar: Hótel Vesturland í Borgarnesi. Borgarbraut 59.
Verð:
55.900 kr. á mann í tveggja manna herbergi.
66.900 kr. á mann í einstaklings herbergi.
Innifalið í verði er gisting í tvær nætur, fullt fæði á meðan dagskrá stendur og allir viðburðir.
Takmörkuð pláss í boði til að tryggja gott utanumhald. Tryggðu þér þitt pláss á skráningarsíðunni fyrir neðan.
ATH: Við bókun á tveggja manna herbergi þarf að taka fram nafn herbergisfélaga.
Skilmálar fyrir bókun.
1. Þátttaka er á eigin ábyrgð
Með því að skrá þig staðfestir þú að þú sért í líkamlegu ástandi og hafir heilsu til að taka þátt í skipulögðum viðburðum. Við berum ekki ábyrgð á meiðslum eða heilsufarsvandamálum sem kunna að koma upp í tengslum við viðburðinn. Við tökum fram að ekki er mælt með sánagusum fyrir ólétta og einstaklinga með hjarta- og æðasjúkdóma.
2. Afbókunarskilmálar
- Ef bókun er felld niður meira en 28 dögum fyrir viðburð (seinast 18. apríl) fæst 80% endurgreiðsla.
- Ef bókun er felld niður innan 28 daga frá viðburði (eftir 18. apríl) er bókunin ekki endurgreidd. Ef við finnum þáttakanda í þinn stað fæst þó 80% endurgreiðsla.
- Ef þú finnur einhvern í þinn stað er hægt að færa bókun á þann einstakling án auka kostnaðar, óháð dagsetningu.