Hlaupaprógram sem hentar þér.

Fáðu persónulegt hlaupaprógram sniðið að þínum markmiðum, getu og tíma til að æfa. 

Útpælt æfingaplan sem fjarlægir óvissuna og færir þig nær þínu markmiði viku frá viku. 

 

Panta prógram

Kæri hlaupari.

Flestir ofmeta hversu mikið þeir geta á einni viku og fara of hratt af stað. 

En sömu hlauparar vanmeta hvað þeir geta afrekað á nokkrum mánuðum ef þeir byrja skynsamlega, byggja æfingaálagið markvisst upp og halda sig við æfingaplan í nægan tíma. 

Hlaup eru miklu meira en bara hreyfing. Þau eru tími fyrir þig, tækifæri til að hreinsa hugann og leið til að sanna fyrir þér að þú getir gert erfiða hluti. 

En með ekkert plan er auðvelt að festast, ofhugsa, gera of mikið eina viku og detta svo alveg út þá næstu. 

Þess vegna vil ég gefa þér strúktúr til að fylgja!

Svo þú vitir alltaf hvað þú átt að gera, finnir að prógrammið byggir þig upp viku frá viku í átt að þínu markmiði og tekur mið af þér og þínum aðstæðum.

 Hvað er innifalið?

  • 8,12 eða 16 vikna hlaupaprógram, sniðið að þinni reynslu, markmiðum og tíma til að æfa.
  • Handbók með leiðbeiningum, ráðleggingum og svörum við algengum spurningum.
  • Prógram sett upp í æfingaforriti með skýrum leiðbeiningum og pace viðmiðum fyrir hverja æfingu.
  • Möguleiki að fá æfingar sendar í hlaupaúrið þitt.
  • Möguleiki á að breyta plani fyrstu vikuna ef eitthvað hentar ekki.

Svona fer þetta fram.

  1. Þú velur lengd prógrams og borgar.
  2. Þú svarar spurningalista um reynslu, markmið og fleira.
  3. Þú setur upp aðgang í æfingaforriti.
  4. Ég fer yfir svörin þín og set upp prógram sem hentar þínum markmiðum, reynslu og tíma til að æfa. 
  5. Þú færð prógrammið í hendurnar næsta mánudag (ef þú skráir þig fyrir fimmtudag vikuna á undan.)
  6. Fyrstu vikuna mun ég hafa aðgang að prógramminu og get breytt því ef þess þarf.
  7. Svo fylgir þú prógramminu sjálf/ur en mátt þó alltaf senda mér póst ef þú hefur spurningar.

Þetta er fyrir þig ef... 

  • Þú vilt hlaupaprógram sem hentar þinni getu og markmiðum.
  • Þú vilt tryggja framfarir með prógrammi sem byggir þig skynsamlega upp.
  • Þú vilt prógram sem hentar þinni dagskrá.
  • Þú vilt ná þinni bestu frammistöðu í næstu keppnishlaupum. 
  • Þú hefur viljan til að æfa en þarft bara að láta beina þér í réttu áttina.

 

Panta prógram

Hæ, ég heiti Daði Freyr,

Ég elska að æfa hlaup, keppa, bæta mig og ég hef líka mikinn áhuga á því hvernig maður byggir upp æfingar til að ná sem mestum árangri. 

 

Síðan ég byrjaði að þjálfa hef ég unnið með yfir 300 hlaupurum. Allt frá því að hjálpa fólki að komast sína fyrstu 5km upp í að hlaupa sub-3 Maraþon og 130km í bakgarðinum og ég hef alltaf mjög gaman af þeirri áskorun að setja upp æfingaplan sem hentar mismunandi markmiðum og manneskjum.

 

Hingað til hef ég aðeins boðið upp á fjarþjálfun með öllum pakkanum en núna ætla ég að taka alla reynsluna frá því að þjálfa hlaupara 1:1 og nota hana til að setja upp æfingaplan fyrir þig að fylgja sjálf/ur. Á mun lægra verði en fjarþjálfun auðvitað.

 

Fyrir neðan geturðu lesið hvað ánægðir hlauparar úr fjarþjálfuninni hafa að segja. 

Algengar spurningar